Hamilton hélt toppsætinu

Lewis Hamilton á seinni æfingunni í Montreal í dag.
Lewis Hamilton á seinni æfingunni í Montreal í dag. AFP

Lewis Hamilton hélt einnig toppsætinu á lista yfir hröðustu hringi seinni æfingar dagsins í Montreal. Sömu voru í þremur efstu sætum á báðum en Sebastian Vettel hafði á þeirri seinni sætaskipti við Nico Rosberg.

Besti hringur Hamiltons mældist 1:14,212 mínútur sem er hálfri sekúndu betri tími en á fyrri æfingunni. Vettel var 0,2 sekúndum lengur í förum og Rosberg hálfri sekúndu lengur.

Red Bull mennirnir Max Verstappen og Daniel Ricciardo urðu í fjórða og fimmta sæti en 0,3 sekúndum á eftir Rosberg. Á félögunum munaði aðeins 12 þúsundustu úr sekúndu.

Fyrsta tuginn á tímalistanum fylltu síðan - í þessari röð: Valtteri Bottas,  Jenson Button, Kimi Räikkönen, Nico Hülkenberg, og Carlos Sainz, en hann var svo 40 þúsundustu úr sekúndu á undan landa sínum Fernando Alonso. Munaði innan við hálfri sekúndu á tímum ökumanna í fjórða til fjórtánda sæti.

Lewis Hamilton veifar áhorfendum í Montreal á fyrri æfingu dagsins.
Lewis Hamilton veifar áhorfendum í Montreal á fyrri æfingu dagsins. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert