Hamilton fljótastur í Bakú

Lewis Hamilton á ferð á æfingunni í Bakú.
Lewis Hamilton á ferð á æfingunni í Bakú. AFP

Lewis Hamilton hjá Mercedes ók hraðast á fyrstu æfingu Evrópukappakstursins í Bakú í Azerbajdzhan. Var hann 0,3 sekúndum fljótari með hringinn en liðsfélagi hans Nico Rosberg.

Hamilton ók hringinn best á 1:46,435 mínútum og Rosberg á 1:46,812. Þriðja besta tímann átti svo Vallteri Bottas hjá Willliams, 1:47,096 mín.

Bakú er nýr vettvangur keppni í formúlu-1 og keppt er á götum höfuðborgar hins olíkuríka lands. 

Í sætum fjögur til tíu á fyrstu æfingunni af þremur urðu - í þessari röð: Fernando Alonso hjá McLaren (1:47,989), Sebastian Vettel hjá Ferrari (1:48,627), Sergio Perez hjá Force India (1:48,922),  Jenson Button hjá McLaren (1:49,019), Felipa Massa hjá Williams (1:49,125), Carlos Sainz hjá Toro Rosso (1:49,267) og Nico Hülkenberg hjá Force India (1:49,301).

Kimi Räikkönen hjá Ferrari átti aðeins tólfta besta tímann (1:49,635), var þremur sekúndum lengur með hringinn en Hamilton. Milli þeirra Hülkenberg varð Romain Grosjean hjá Haas á1:49,611 mín.

Þá setti Daniel Ricciardo hjá Red Bull aðeins þrettánda besta tímann (1:49,778) og liðsfélagi hans Max Verstappen varð sextándi á 1:50,485 mín.

Lewis Hamilton í Bakú.
Lewis Hamilton í Bakú. AFP
Lewis Hamilton á æfingunni í Bakú.
Lewis Hamilton á æfingunni í Bakú. AFP
Daniel Ricciardo fylgdist með af hliðarlínu eftir að hafa ekið …
Daniel Ricciardo fylgdist með af hliðarlínu eftir að hafa ekið á brautarvegg í Bakú. AFP
Fernando Alonso skoðar brautina í Bakú ásamt aðstoðarmönnum sínum hjá …
Fernando Alonso skoðar brautina í Bakú ásamt aðstoðarmönnum sínum hjá McLaren. AFP
Max Verstappen (t.v.) kynnti sér aðstæður í Bakú með því …
Max Verstappen (t.v.) kynnti sér aðstæður í Bakú með því að hjóla brautina. AFP
Valtteri Bottas á blaðamannafundi í Bakú.
Valtteri Bottas á blaðamannafundi í Bakú. AFP
Sebastian Vettel (t.v.) og Fernando Alonso gantast á blaðamannafundi í …
Sebastian Vettel (t.v.) og Fernando Alonso gantast á blaðamannafundi í Bakú. AFP
Fernando Alonso skoðar sig um í Bakú með liðsfélögum hjá …
Fernando Alonso skoðar sig um í Bakú með liðsfélögum hjá McLaren. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert