„Algjört hugsunarleysi“

Lewis Hamilton á ferð í Austurríki í dag.
Lewis Hamilton á ferð í Austurríki í dag. AFP

Mercedesstjórinn Toto Wolff sakar ökumenn liðsins um „algjört hugsunarleysi“ vegna áreksturs þeirra á lokahring kappakstursins í Spielberg í Austurríki í dag.

Átti áreksturinn sér stað er Lewis Hamilton freistaði þess að taka fram úr Nico Rosberg í annarri beygju síðasta hrings. 

Við samstuðið skemmdist framvængur á bíl Rosberg og dekk sprakk, allt með þeim afleiðingum að Rosberg féll úr fyrsta sæti í það fjórða en Hamilton komst fram úr og sigraði.

Wolff segir að bremsur beggja hafi verið orðnar lélegar og rafmagnsbremsa Rosberg hafi í raun verið ónýt. „Algjört hugsunarleysi“ sagði Wolff er Sky sjónvarpsstöðin spurði hann út í atvikið. „Bremsurnar voru orðnar mjög tæpar, nánast gagnslausar, en það máttum við ekki segja ökumönnunum í talstöðinni. Það er svekkjandi að horfa upp á bílana skella saman.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert