Verstappen maður dagsins

Max Verstappen (á undan) og Nico Rosberg glímdu kappaksturinn út …
Max Verstappen (á undan) og Nico Rosberg glímdu kappaksturinn út í gegn í Silverstone. AFP

Max Verstappen hefur verið útnefndur ökumaður dagsins fyrir frammistöðu sína í breska kappakstrinum.

Er þetta í fjórða sinn á árinu sem Verstappen hlotnast þessi viðurkenning. Var hann einnig útnefndur ökumaður dagsinsí Barcelona, Montreal og í Spielberg í Austurríki.

Verstappen kom í mark í þriðja sæti í Silverstone en hlaut svo annað sætið í endanlegum úrslitum vegna refsingar sem Nico Rosberg var beittur að keppni lokinni. Var 10 sekúndum bætt við aksturstíma hans vegna ólögmætra talstöðvarsamskipta hans og stjórnborðs Mercedesliðsins vegna bilunar í gírkassa.

Snemma í kappakstrinum, á blautri brautinni, vann Verstappen sig fram úr Rosberg með glæsilegum tilþrifum við beygjuna. Sá síðarnefndi sneri svo taflinu sér í hag síðar með akstri fram úr hinum unga ökumanni við beygjuna Stowe.

Úrslitin í kjöri manns dagsins í mótunum til þess hefur orðið sem hér segir:

Ástralía - Romain Grosjean
Barein - Romain Grosjean
Kína - Daniil Kvyat
Rússland - Kevin Magnussen
Spánn - Max Verstappen
Mónakó - Sergio Perez
Kanada - Max Verstappen
Azerbajdzhan - Sergio Pérez
Austurríki - Max Verstappen
Bretland - Max Verstappen

Max Verstappen (aftar) og Nico Rosberg glíma í Silverstone.
Max Verstappen (aftar) og Nico Rosberg glíma í Silverstone. AFP
Max Verstappen og aðstoðarmaður á rásmarkinu í Silverstone.
Max Verstappen og aðstoðarmaður á rásmarkinu í Silverstone. AFP
Max Verstappen á ferð í kappakstrinum í Silverstone.
Max Verstappen á ferð í kappakstrinum í Silverstone. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert