Manor ræður 19 ára Frakka

Esteban Ocon í bíl Renault milli aksturslota á föstudagsæfingu í …
Esteban Ocon í bíl Renault milli aksturslota á föstudagsæfingu í Silverstone. AFP

Manor-liðið í formúlu-1 hefur rift samningi indónesíska ökumannsins Rio Haryanto og ráðið 19 ára Frakka, Esteban Ocon, í hans stað.

Esteban hefur verið á mála sem reynsluökumaður hjá Mercedes og er ráðinn út vertíðina hjá Manor.

Ástæða þess að Haryanto er látinn taka pokann er að hann mun ekki hafa getað staðið við ráðningarsamning sinn að fullu, eins og það er orðað.

Ocon varð meistari í formúlu Ford árið 1914 og í GP3 í fyrra. Ásamt því að sinna reynsluakstri hjá Mercedes sem einnig hefur lánað hann til slíkra starfa hjá Renault í ár, en hermt er að franska liðið hafi augastað á honum sem keppnisökumanni á næsta ári.

Esteban Ocon á bíl Renault á föstudagsæfingu í Silverstone.
Esteban Ocon á bíl Renault á föstudagsæfingu í Silverstone. AFP
Esteban Ocon á bíl Renault á föstudagsæfingu í Silverstone.
Esteban Ocon á bíl Renault á föstudagsæfingu í Silverstone. AFP
Esteban Ocon á bíl Renault á föstudagsæfingu í Silverstone.
Esteban Ocon á bíl Renault á föstudagsæfingu í Silverstone. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert