Rosberg marði Hamilton

Kevin Magnussen sneri aftur til starfa hjá Renault eftir skellinn …
Kevin Magnussen sneri aftur til starfa hjá Renault eftir skellinn ofurharða í Belgíu síðasta sunnudag. Hann rak lestina á fyrstu æfingunni í Monza í morgun. AFP

Nico Rosberg átti hraðasta hring morgunæfingarinnar í Monza, en þar fer ítalski kappaksturinn fram á sunnudag. Lewis Hamilton liðsfélagi hans var 0,2 sekúndum lengur í förum og þriðja besta hringinn átti Kimi Räikkönen hjá Ferrari en var 0,9 sekúndum á eftir Hamilton.

Yfirburðir Mercedes voru miklir og það þótt Ferrari mætti til leiks með nýja og uppfærða vél. Sebastian Vettel hjá Ferrari átti fjórða besta hringinn en var næstum 0,3 sekúndum lengur í förum en Räikkönen. 

Fimmta til tíunda besta hringinn - í þessari röð - áttu Sergio Perez hjá Force India, Romain Grosjean hjá Haas, Valtteri Bottas hjá Williams, Max Verstappen hjá Red Bull, Esteban Gutierrez hjá Haas og Daniel Ricciardo hjá Red Bull.

Árangur Haas-liða er athyglisverður, báðir ökumenn í hópi 10 fremstu. Prófuðu þeir nýjan framvæng sem sérlega er smíðaður með kröfur Monza í huga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert