Rosberg vann í Monza

Nico Rosberg fagnar sigrinum í Monza á innhring.
Nico Rosberg fagnar sigrinum í Monza á innhring. AFP

Nico Rosberg hjá Mercedes var í þessu að vinna ítalska kappaksturinn í Monza. Er það í fyrsta sinn sem hann hrósar sigri í brautinni sögufrægu. Annar varð liðsfélagi hans Lewis Hamilton og þriðji Sebastian Vettel hjá Ferrari.

Með úrslitunum skilja nú aðeins tvö stig þá Hamilton og Rosberg að í keppninni um heimsmeistaratitil ökumanna  í formúlu-1. Hamilton er með 250 stig, Rosberg 248. Með sigrinum stendur Rosberg í 50. sinn á verðlaunapalli í íþróttinni. Fyrir rúmri viku var forskot Hamiltons 19 stig en það hefur með mótunum í Spa og Monza síðustu minnkað niður í tvö stig.

Hann skaust í forystu af öðrum rásstað er Hamilton klúðraði ræsingu sinni og fékk ekki komist hjá spóli fyrstu metrana. Féll hann af ráspól og niður í sjötta sæti á kaflanum fram að fyrstu beygju.

Því hafði verið spáð að ræsingin yrði erfið Mercedesmönnum þar sem þeir hófu keppni á mun gripminni dekkjum en aðrir. Gekk það eftir hvað Hamilton varðar en ekki Rosberg. Herfræði þeirra miðaðist við aðeins eitt dekkjastopp og gekk hún fyllilega upp. Gat liðið leyft sér þetta í ljósi yfirburða Mercedesbílsins í keppni. 

Hamilton vann sig fljótlega fram úr Valtteri Bottas hjá Williams og Daniel Ricciardo hjá Red Bull en fram úr Ferrarimönnum komst hann á grundvelli ólíkrar dekkjaherfræði Mercedes og Ferrari. Sóttu Vettel og Kimi Räikkönen mjög djarft en höfðu ekki erindi sem erfiði í tilraunum til að leggja Hamilton að velli. Var hann á sömu keppnisáætlun og Rosberg en komst aldrei í tæri við hann og lauk keppni 15 sekúndum á eftir.

Nico Rosberg (l.t.v.) tekur forystuna í Monza en Hamilton klúðraði …
Nico Rosberg (l.t.v.) tekur forystuna í Monza en Hamilton klúðraði ræsingunni og var aðeins sjötti efttir fyrsta hring. AFP
Nico Rosberg fagnar sigri á verðlaunapallinum í Monza. Lewis Hamilton …
Nico Rosberg fagnar sigri á verðlaunapallinum í Monza. Lewis Hamilton (l.t.v.) og Sebastian Vettel (l.t.h) klóra sér í kollinum á meðan. AFP
Sebastian Vettel og Kimi Räikkönen sóttu stíft í Monza en …
Sebastian Vettel og Kimi Räikkönen sóttu stíft í Monza en urðu að játa sig sigraða af Mercedesmönnum. Hér er Vettel í skottinu á Rosberg í fyrstu beygju kappakstursins. AFP
Nico Rosberg fagnar sigri er hann ekur yfir marklínuna í …
Nico Rosberg fagnar sigri er hann ekur yfir marklínuna í Monza. AFP
Nico Rosberg getur brosað breitt eftir tvo sigra í röð …
Nico Rosberg getur brosað breitt eftir tvo sigra í röð í brautum sem hann hafði aldrei áður hrósað sigri, Spa og Monza. AFP
Köflótta flagginu veifað í Monza til marks um sigur Nico …
Köflótta flagginu veifað í Monza til marks um sigur Nico Rosberg. AFP
Nico Rosberg fagnar sigrinum á verðlaunapallinum í Monza.
Nico Rosberg fagnar sigrinum á verðlaunapallinum í Monza. AFP
Nico Rosberg fagnar sigri í Monza á innhring.
Nico Rosberg fagnar sigri í Monza á innhring. AFP
Keppnisþerna í Monza hampar stolt nafnspjaldi Nico Rosberg fyrir upphaf …
Keppnisþerna í Monza hampar stolt nafnspjaldi Nico Rosberg fyrir upphaf keppni í Monza. AFP
Nico Rosberg fagnar sigri í Monza á innhring.
Nico Rosberg fagnar sigri í Monza á innhring. AFP
Nico Rosberg fagnar sigri í Monza á innhring.
Nico Rosberg fagnar sigri í Monza á innhring. AFP
Nico Rosberg fagnar sigri er hann ekur yfir endamarkið í …
Nico Rosberg fagnar sigri er hann ekur yfir endamarkið í Monza. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert