Ricciardo veðjar á Rosberg

Daniel Ricciardo komst upp á milli ökumanna Mercedes í Singapúr …
Daniel Ricciardo komst upp á milli ökumanna Mercedes í Singapúr og varð annar í mark. AFP

Daniel Ricciardo hjá Red Bull er á því að Nico Rosberg verði heimsmeistari ökumanna í formúlu-1 í ár. Er það niðurstaða hans eftir að Rosberg endurheimti forystuna í stigakeppninni með þremur mótssigrum í röð.

Rosberg náði mikilli forystu snemma keppnistíðarinnar og var um tíma með 43 stigum meira í sarpi sínum en liðsfélaginn Lewis Hamilton. En breski heimsmeistarinn undanfarinna tveggja ára krafsaði í bakkan og sneri dæminu á endanum við og fór með 19 stiga forskot á Rosberg í sumarhléið í ágúst.

Sveiflurnar héldu áfram og Rosberg reis hratt úr öskustónni eftir hléið. Hefur hann unnið  belgíska kappaksturinn, þann ítalska og loks í Singapúr, með þeim árangri að hann er nú með átta stigum fleira en Hamilton.

Ricciardo er í þriðja sæti í keppninni en hann telur að Rosberg sé með undirtökin í keppninni.

Daniel Ricciardo (t.v.) segir Nico Rosberg (t.h.) með yfirhöndina í …
Daniel Ricciardo (t.v.) segir Nico Rosberg (t.h.) með yfirhöndina í glímunni við Lewis Hamilton um heimsmeistaratitil ökumanna. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert