Verstappen og Ricciardo efstir

Max Verstappen í brautinni í Austin í Texas.
Max Verstappen í brautinni í Austin í Texas. AFP

Max Verstappen (1:36,766) setti rétt í þessu besta tímann á lokaæfingunni fyrir tímatökuna sem fram fer í Austin í Texas í kvöld. Næsthraðst fór liðsfélagi hans hjá Red Bull, Daniel Ricciardo (1:37,032) og þriðja tímann átti Kimi Räikkönen hjá Ferrari (1:37,284).

Ökumenn Mercedes létu það eiga sig að aka á mjúku dekkjunum en voru engu að síður nálægt toppsætunum. Lewis Hamilton átti fjórða besta tímann (1:37,483) og Nico Rosberg þann fimmta besta (1:37,784).

Fyrsta tuginn á lista yfir hröðustu hringi fylltu - í þessari röð - Sebastian Vettel hjá Ferrari, Nico Hülkenberg hjá Force India, Valtteri Bottas hjá Williams og þeir Jenson Button og Fernando Alonso hjá McLaren. Var sá síðastnefndi 1,7 sekúndum lengur með hringinn en Verstappen.

Max Verstappen í brautinni í Austin í Texas.
Max Verstappen í brautinni í Austin í Texas. AFP
Max Verstappen í brautinni í Austin í Texas.
Max Verstappen í brautinni í Austin í Texas. AFP
Max Verstappen í bílskúr Red Bull milli aksturslota í Austin.
Max Verstappen í bílskúr Red Bull milli aksturslota í Austin. AFP
Lewis Hamilton sýndi ekki raunhraða sinn með því að láta …
Lewis Hamilton sýndi ekki raunhraða sinn með því að láta eiga sig að aka á mjúkdekkjum. AFP
Nico Rosberg á ferð á æfungunni í Austin.
Nico Rosberg á ferð á æfungunni í Austin. AFP
Max Verstappen á leið til besta tíma á lokaæfingunni í …
Max Verstappen á leið til besta tíma á lokaæfingunni í Austin. AFP
Kimi Räikkönen ógnaði ökumönnum Red Bull og átti þriðja besta …
Kimi Räikkönen ógnaði ökumönnum Red Bull og átti þriðja besta tímann á lokaæfingunni í Austin. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert