Vettel kosinn maður mótsins

Sebastian Vettel á ferð í Mexíkó.
Sebastian Vettel á ferð í Mexíkó. AFP

Maður kappakstursins í Mexíkó var Sebastian Vettel, samkvæmt skoðanakönnun á hinni opinberu heimasíður formúlu-1.

Lesendur síðunnar taka þátt í valinu en niðurstöður þess lágu fyrir áður en Vettel var sviptur þriðja sætinu og refsað fyrir ólöglega hindrun gagnvart Daniel Ricciardo undir blálok kappaksturins. 

 Þetta er í annað sinn á árinu sem Vettel verður efstur í kjörinu, fyrra skiptið var fyrir kappaksturinn í Singapúr.

Menn mótsins til þessa hafa verið sem hér segir og er sæti viðkomandi í kappakstrinum innan sviga:

Ástralía  - Romain Grosjean (6.)
Barein - Romain Grosjean (5.)
Kína - Daniil Kvyat (3.)
Rússland - Kevin Magnussen (7.)
Spánn - Max Verstappen (1.)
Mónakó - Sergio Pérez (3.)
Kanada - Max Verstappen (4.)
Azerbaijan - Sergio Pérez (3.)
Austurríki - Max Verstappen (2.)
Bretland - Max Verstappen (2.)
Ungverjaland - Kimi Räikkönen (6.)
Þýskaland - Daniel Ricciardo (2.)
Belgía - Lewis Hamilton (3.)
Ítalía - Nico Rosberg (1.)
Singapúr - Sebastian Vettel (5.)
Malasía - Max Verstappen (2.)
Japan - Max Verstappen (2.)
USA - Max Verstappen (lauk ekki keppni)
Mexíkó - Sebastian Vettel (3.)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert