Bauð ekki nógu vel

Kevin Magnussen er á förum frá Renault.
Kevin Magnussen er á förum frá Renault. AFP

Danski ökumaðurinn Kevin Magnussen hjá Renault segist einfaldlega hafa kosið að yfirgefa liðið við vertíðarlok því það hafi ekki gert honum nógu gott tilboð um endurnýjun starfssamnings.

Magnussen réðist til Renault í febrúar eftir að styrktaraðilar Pastors Maldonado stóðu ekki við skuldbindingar sínar. Liðið hefur átt erfiða daga á keppnistíðinni og Magnussen unnið einungis átta stig í keppni í ár.

Renault hefur ráðið Nico Hülkenberg fyrir næsta ár og fyrr í vikunni tilkynnti liðið að Jolyon Palmer myndi áfram keppa fyrir það 2017. Magnussen er sagður á leið til Haas í stað Esteban Gutiérrez.

„Það var mín ákvörðun að fara. Ég fékk tilboð en ekki nógu gott til að geta tekið því,“ sagði danski ökumaðurinn við blaðamenn í Sao Paulo í dag. Bætti hann við að Renault hefði dregið lappirnar í að koma málum á hreint og boðið helling af ökumönnum starf síðustu vikur og mánuði. „Ég held þeir hafi næstum boðið páfanum vinnu. Þetta var allt svolítið subbulegt svo það er best að láta sig hverfa,“ sagði hann. 

Kevin Magnussen.
Kevin Magnussen. AFP
Þeir verða líkast liðsfélagar á næsta ári hjá Haas, Kevin …
Þeir verða líkast liðsfélagar á næsta ári hjá Haas, Kevin Magnussen (t.v.) og Romain Grosjean. AFP
Kevin Magnussen á ferð á Renault í Suzuka í Japan.
Kevin Magnussen á ferð á Renault í Suzuka í Japan. AFP
Kevin Magnussen fer frá Renault við vertíðarlok.
Kevin Magnussen fer frá Renault við vertíðarlok. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert