Treystir ökumönnunum að haga sér vel

Toto Wolf með ökumönnum Mercedes, Lewis Hamilton (l.t.v.) og Nico …
Toto Wolf með ökumönnum Mercedes, Lewis Hamilton (l.t.v.) og Nico Rosberg (l.t.h.). mbl.is/afp

Mercedesstjórinn Toto Wolff segist „treyst“ bæði Lewis Hamilton og Nico Rosberg til að haga sér drengilega í lokamóti ársins í dag en þar ræðst hvor þeirra hampar heimsmeistaratitli ökumanna í formúlu-1 í ár.

Þeir hefja keppni af fremstu rásröð en fyrir aftan á næstu tveimur rásröðum eru skeinuhættir keppinautar frá Red Bull og Ferrari, sem Wolf segir að sér standi viss stuggur af. Hamilton hefur keppni af ráspól og Rosberg af öðrum rásstað en honum dugir að hafna í þriðja sæti - að því gefnu að Hamilton sigri - til að vinna titilinn. Er Rosberg með 12 stiga forskot fyrir lokaslaginn.

Spurður um mismunandi keppnistaktík og til að mynda hvort Hamilton myndi vernda Rosberg fyrir öðrum keppinautum sagði Wolf, að liðið myndi ganga eins til leiks og áður. „Við breytum ekki verklagi okkar fyrir þennan kappakstur. Það væri rangt formúlu-1 vegna að snúa öllu á hvolf sem við höfum gert hingað til, undanfarin ár. Ökumennirnir okkar eru miklir íþróttamenn og þeir vita vel hvað það myndi þýða ef þeir fara yfir strikið í kappakstrinum, það yrði allt vitlaust. Ég ber það traust til þeirra að allt verði í lagi milli þeirra, í þágu liðsins, í þágu liðsandans og í þágu unnenda liðsins,“ segir Wolf.

Toto Wolff treystir því að ökumenn Mercedes hefði sér vel …
Toto Wolff treystir því að ökumenn Mercedes hefði sér vel í lokamóti ársins, í Abu Dhabi. AFP
Lewis Hamilton (t.h.) og Nico Rosberg þerra svitann eftir tímatökuna …
Lewis Hamilton (t.h.) og Nico Rosberg þerra svitann eftir tímatökuna í Abu Dhabi í gær. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert