Válynd veður í Silverstone

Frá keppni í Silverstone.
Frá keppni í Silverstone. AFP

Framkvæmdaraðilar breska kappakstursins íhuga að virkja klásúlu í samningi um mótshaldið og falla frá því að halda mótið í Silverstone.

Ástæðan fyrir þessu er sú að gengið hefur á sjóði mótshaldaranna sem eiga nú aðeins ígildi 1,5 milljónar íslenskra króna í varasjóði.

Breski kappaksturinn var fyrsta mótið á mótaskrá formúlu-1 á fyrsta ári hennar, 1950. Hefur það verið haldið óslitið í Silverstone frá 1987. Á 10 ára tímabili til ársloka 2015 brunnu upp 57,9 milljónir sterlingspunda úr sjóðum eigenda brautarinnar (BRDC) vegna mótshaldsins.

Ákveði BRDC, sem er félag kappakstursmanna, að nýta sér klásúluna fyrrgreindu lyki samningnum eftir kappaksturinn 2019 í stað eftir 2026. Engin trygging er fyrir því að annarri breskri braut yrði falið mótshaldið.

Í bréfi til aðildarfélaga BRDC um ástand þetta segir formaður ökumannafélagsins að þótt 28 milljóna punda tekjur sé að hafa af framkvæmd mótsins dugar það ekki til vegna ýmiss og mikils kostnaðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert