Finnar stefna að formúlumóti

Verið er að gera endurbætur á Kymi Ring við Helsinki …
Verið er að gera endurbætur á Kymi Ring við Helsinki svo brautin uppfylli kröfur til keppni í formúlu-1.

Finnar gætu innan tíðar verið í stakk búnir til að halda kappakstur í formúlu-1, en þaðan hafa margir knáir ökumenn komið hin síðari ár.

Verið er að endurbyggja og bæta við kappakstursbrautina Kymi Ring  norðaustur af höfuðborginni Helsinki þann veg að hún uppfylli kröfur til keppni í formúlu-1. Hefur þegar verið samið um að halda mót í HM á mótorhjólum, MotoGP, á næsta ári, 2018. 

Framkvæmdir í Kymi Ring eru langt á veg komnar. Brautin var upphaflega tekin í notkun 2009. 

„Það er eðlilegt framhald að við grannskoðum möguleikann á að fá mót í formúlu-1 hingað,“ segir Juhani Pakari, formaður akstursíþróttasambands Finnlands (AKK) í umfjöllun um þennan möguleika í blaðinu Ilta Sanomat í dag.

Verið er að gera endurbætur á Kymi Ring við Helsinki …
Verið er að gera endurbætur á Kymi Ring við Helsinki svo brautin uppfylli kröfur til keppni í formúlu-1.
Kymi Ring við Helsinki var tekin í notkun 2009.
Kymi Ring við Helsinki var tekin í notkun 2009.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert