Alonso keppir í Indianapolis 500

Fernando Alonso mun sleppa kappakstrinum í formúlu-1 í Mónakó því hann ætlar í staðin að keppa fyrir McLarenliðið í mesta og frægasta kappakstri Bandaríkjanna, Indianapolis 500.

Bílinn mun Andrettiliðið reka fyrir McLaren en bílar þess liðs eru knúnir Hondavélum. Alonso hefur aldrei áður keppt á sporöskjulaga braut. 

McLaren á eftir að ákveða hver tekur sæti hans í Mónakókappakstrinum.

„Þetta er hrikalega spennandi fyrir mig, að keppa í Indy 500 með McLaren, Honda og Andretti Autosport,“ sagði Alonso af þessu tilefni. „Ég hef aldrei ekið IndyCar áður og ekki heldur á ofurbraut en ég er sannfærður um að ég nái tökum á því. Ég hef horft talsvert á IndyCar í sjónvarpi og á netniu og mér er ljóst að mikla nákvæmni að keppa í slíku návígi sem þar jafnan er á yfir 350 kílómetra hraða.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka