Margir færast langt aftur

Stoffel Vandoorne og Fernando Alonso hjá McLaren á ferð í …
Stoffel Vandoorne og Fernando Alonso hjá McLaren á ferð í Spa-Francorchamps um síðustu helgi. AFP

Mikið verður um afturfærslur á rásmarki kappakstursins í Monza vegna nýrra vélaríhluta og aannarra uppfærsla í aflrásum bíla.

Þannig færist Fernando Alonso aftur um 35 sæti fyrir að reynsluaka nýrri útgáfu af Hondavélinni, útgáfu 3.7, á æfingum í dag.

Er Alonso að brúka sinn níunda hverfilsblásara það sem af er keppnistíðinni, níunda orkuheimtunarbúnaðarinn (MGH-U), sjöundu vélarblokkina, sjöunda bremsuorkubúnaðinn (MGU-K), sjöttu orkuhleðsluna og fimmta stýritæki rafeindastýringa aflrásarinnar.

Alonso mun þó ekki keppa með þessa vél, heldur 3.5 útgáfunni frá í síðasta móti með blöndu af  íhlutum sem hann hefur áður notað. McLarenliðið ákvað að fara þessa leið og taka afturfærslum í Monza til að auka möguleika hans á góðum árangri og stigum í næstu mótum,  frá og með kappakstrinum í Singapúr.

Þá hafa eftirlitsdómarar í Monza ákveðið að Daniel Ricciardo hjá Red Bull skuli færast aftur um 20 sæti og liðsfélagi hans Max Verstappen um 15 vegna breytinga í aflrás bíla þeirra. Hið sama á við um Carlos Sainz hjá Toro Rosso sem færist aftur um 10 sæti. Liðin tvö ákváðu að fara sömu leið og McLaren og auka með uppfærslum nú möguleika sína í næstu mótum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert