Sevilla varð bikarmeistari UEFA annað árið í röð

Leikmenn Sevilla fögnuðu sigri eftir vítaspyrnukeppni.
Leikmenn Sevilla fögnuðu sigri eftir vítaspyrnukeppni. Reuters

Sevilla sigraði í kvöld í UEFA bikarnum annað árið í röð, lagði Espanyol í vítaspyrnukeppni. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 1:1 og því framlengt. Sevilla skoraði í síðustu mínútu fyrri hálfleiks framlengingarinnar en á síðustu mínútu síðari hálfleiks hennar jafnaði Espanyol og því þurfti vítaspyrnukeppni. Þar var markvörðurinn Andreas Palob hetja Sevilla því hann varði þrjár vítaspyrnur á meðan félagar hans í liðinu skoruðu úr þremur og liðið vann því 3:1 í vítakeppninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert