Celtic bikarmeistari í 34. sinn

Kenny Miller leikmaður Celtic í baráttu við Scott Morrison á …
Kenny Miller leikmaður Celtic í baráttu við Scott Morrison á Hampden Park í dag. Reuters

Celtic varð í dag skoskur bikarmeistari í knattspyrnu í 34. sinn þegar liðið lagði Dunfermline, 1:0, í úrslitaleik á Hampden Park í Glasgow. Jean-Joel Perrier Doumbe skoraði sigurmarkið á 85. mínútu og þar með varð Celtic tvöfaldur meistari í ár. Theódór Elmar Bjarnanson var í leikmannahópi Celtic en fékk ekki að spreyta sig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert