Ísland fellur um átta sæti á heimslista FIFA

Karlalandslið Íslands er í 117.-118. sæti á nýjum heimslista FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandsins, sem gefinn var út í morgun. Íslenska liðið fellur um átta sæti frá því síðast, var í 109. sæti fyrir mánuði, en hefur reyndar ekki leikið frá því listinn var gefinn síðast út.

Kanadabúar, mótherjar Íslands á Laugardalsvellinum í kvöld, falla um eitt sæti á listanum og eru í 53. sæti.

Engar breytingar eru á röð efstu liða en þar eru áfram Brasilía, Argentína, Ítalía, Frakkland og Þýskaland. Króatar lyfta sér uppfyrir Hollendinga og í sjötta sætið, Spánn kemst uppí áttunda sæti og Tékkland í níunda en Portúgal fellur niður í tíunda sæti og Mexíkó niður í ellefta sæti. England og Rúmenía eru áfram í 12. og 13. sæti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert