Knattspyrnumaður lést á æfingu í miklum hita

Nsofwa var fluttur á sjúkrahús en lífgunartilraunir báru ekki árangur.
Nsofwa var fluttur á sjúkrahús en lífgunartilraunir báru ekki árangur. AP

Chaswe Nsofwa, leikmaður ísraelska knattspyrnufélagsins Hapoel Beersheba lést á æfingu í dag, 26 ára að aldri. Samherjar Nsofwa reyndu að lífga hann við án árangurs, og læknum sem komu á staðinn skömmu síðar tókst heldur ekki að bjarga lífi hans þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Nákvæm ástæða láts Nsofwa, sem ættaður er frá Sambíu, liggur ekki fyrir en æfingin sem hann hneig niður á fór fram í hartnær 40 gráðu hita auk þess sem lítill raki var í andrúmsloftinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert