Schmeichel með tilboð í Bröndby

Peter Schmeichel vill bæta gengi Bröndby.
Peter Schmeichel vill bæta gengi Bröndby. Reuters

Daninn Peter Schmeichel, sem á sínum tíma varði mark Englandsmeistara Manchester United af miklum myndarbrag, hefur ásamt hópi fjárfesta lagt fram kauptilboð í danska knattspyrnufélagið Bröndby, sem Schmeichel lék með áður en hann hélt til Englands. Hann segir ástæðuna vera þá að honum sárni að horfa upp á gengi liðsins í síðustu leikjum.

Bröndby hefur gengið illa það sem af er leiktíðar, og er í næstneðsta sæti dönsku deildarinnar. Þar að auki hefur liðið tapað síðustu 23 útileikjum sínum, sem er met í Danmörku. „Við elskum Bröndby og okkur þykir leitt að þurfa að horfa upp á úrslit leikja liðsins og stöðuna sem það er í,“ sagði Schmeichel á blaðamannafundi í dag.

Talið er að kauptilboð fjárfestanna sé nálægt 250 milljónum danskra króna, eða hátt í þrír milljarðar íslenskra króna, en ekki er víst hve stór hluti félagsins fæst fyrir þá upphæð. „Peningana á að nota til að bæta leikmannahópinn. Við viljum með þessum aurum lokka til félagsins leikmenn og þjálfara sem eru af hærri gæðaflokki en nú er,“ sagði Schmeichel.

Stefán Gíslason er einn leikmanna Bröndby.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert