Þróttur í efsta sætið eftir 3:1-sigur gegn Grindavík

Úr leik Þróttar og Fjarðabyggðar í sumar.
Úr leik Þróttar og Fjarðabyggðar í sumar. mbl.is

Þróttur sigraði Grindavík, 3:1, á heimavelli í 1. deild karla í knattspyrnu í dag en leikið var á Valbjarnarvelli. Þróttur er því efsta sæti deildarinnar með 43 stig að loknum 18 umferðum en Grindavík var fyrir leikinn með 41 stig í efsta sæti. Fjölnir er með 39 stig og ÍBV er með 32 stig í fjórða sæti. Alls fara þrjú efstu liðin upp í Landsbankadeildina í haust. Paul McShane skoraði úr vítaspyrnu um miðjan síðari hálfleik. Adolf Sveinsson skoraði tvívegis eftir það fyrir Þrótt og Magnús Már Lúðvíksson skoraði eitt.

Staðan í 1. deild karla eftir leik dagsins:
L U J T Mörk Stig
1. Grindavík 17 13 2 2 34:13 41
2. Þróttur R. 17 13 1 3 36:16 40
3. Fjölnir 18 12 3 3 51:19 39
4. ÍBV 18 9 5 4 31:17 32
5. Fjarðabyggð 18 9 3 6 20:13 30
6. Þór 18 5 4 9 28:34 19
7. Leiknir R. 18 4 6 8 18:24 18
8. Stjarnan 18 4 4 10 34:39 16
9. Njarðvík 18 3 7 8 17:26 16
10. Víkingur Ó 18 4 4 10 20:31 16
11. Reynir S. 18 3 6 9 21:49 15
12. KA 18 4 3 11 11:40 15
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert