Eiður Smári: Skil ekki umræðu um áhugaleysi og metnaðarleysi

Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. Brynjar Gauti

Eiður Smári Guðjohnsen sagði á blaðamannafundi í dag í tilefni af leik Íslendinga og Spánverja að honum leiddist sú umræða óskaplega þegar leikmenn íslenska landsliðsins væru sakaðir um áhuga- og metnaðarleysi og leggðu sig ekki fram.

Eftir Guðmund Hilmarsson
gummih@mbl.is

,,Öll þessi umræða um metnaðarleysi og áhugaleysi og að menn séu ekki að leggja sig fram er eitthvað sem ég skil ekki og hlusta ekki á það. Það er enginn okkar að ganga inn á völlinn sem ætlar ekki að leggja sig 100% fram. Ég lifi í þannig heimi að gagnrýnin hér heima á Íslandi er bara dropi í hafið miðað við þá gagnrýni sem ég hef fengið í gegnum ferilinn annars staðar á slæmum stundum og svo öfugt þegar vel gengur. Þetta er eitthvað sem ég get alveg lifað með og missi ekki svefn yfir," sagði Eiður Smári sem hefur leikinn á bekknum gegn Spánverjum annað kvöld.

,,Ég bara svo ánægður að vera kominn aftur af stað svo að vera á bekknum á morgun er bara næsta skrefið upp á við," sagði Eiður þegar hann var inntur eftir því hvernig legðist í hann að vera á varamannabekknum. ,,Það mun taka einhvern tíma að komast í form að nýju. Ég missti alveg af undirbúningstímabilinu og vantar leikæfingu. Aðalatriðið er að ég er nú heill heilsu og að hnéð haldi," sagði Eiður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert