Jafntefli hjá Bandaríkjunum og Norður-Kóreu

Það er mikið um dýrðir í Kína vegna lokakeppni HM.
Það er mikið um dýrðir í Kína vegna lokakeppni HM. AP

Bandaríkin og Norður-Kórea skildu jöfn, 2:2, í hörkuleik í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í kínversku borginni Chengdu í dag en þetta var fyrsti leikurinn í B-riðli mótsins.

Staðan var 0:0 í hálfleik en Abby Wambach kom bandaríska liðinu yfir á 50. mínútu. Norður-Kórea, sem er í fimmta sætinu á heimslista FIFA, náði forystunni á fjögurra mínútna kafla því Kim Son Hui jafnaði á 58. mínútu og Kim Yong Ae skoraði, 2:1, á 62. mínútu. Heather O'Reilly náði að jafna, 2:2, á 69. mínútu og þar við sat en Norður-Kórea sótti stíft seinni hluta leiksins og var mun nær sigri.

Seinni leikurinn í fyrstu umferð B-riðils, milli Svíþjóðar og Nígeríu, hefst klukkan 12 og þá verður einnig flautað til leiks hjá Englandi og Japan í A-riðlinum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert