Í bann fyrir að vera giftur

Hermann Hreiðarsson (7) stjakar hér við leikmanni Norður Íra.
Hermann Hreiðarsson (7) stjakar hér við leikmanni Norður Íra. Árni Torfason

Hermann Hreiðarsson, fyrirliði og vinstri bakvörður íslenska landsliðsins, verður í banni í næsta landsleik, á móti Lettum á Laugardalsvelli laugardaginn 13. október.

Hermann fékk gult spjald þegar hann hugðist taka innkast út við hliðarlínu skammt frá hornfánanum vinstra megin. Fáir skildu hvers vegna dómarinn sýndi honum gula spjaldið enda virtist ekkert vera um að vera nema hvað hann bjó sig undir að taka innkastið.

„Ég fékk spjaldið fyrir að vera með giftingarhringinn á mér og nú verð ég í banni í næsta leik fyrir að vera giftur," sagði Hermann eftir leikinn, en hann fékk gula spjaldið á 65. mínútu leiksins.

Nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert