Veigar Páll í liði vikunnar hjá Nettavisen

Veigar Páll Gunnarsson.
Veigar Páll Gunnarsson. Árni Torfason

Veigar Páll Gunnarsson leikmaður norska úrvalsdeildarliðsins Stabæk fær frábæra dóma fyrir leik sinn gegn Odd/Grenland s.l. sunnudag en þar skoraði hann þrennu og lagði upp tvö mörk í 5:1-sigri liðsins. Veigar er í liði 20. umferðar hjá Nettavisen en hann fékk 9 í einkunn hjá Aftenposten og 8 hjá Verdens Gang.

Ekki er búið að birta lið 20. umferðar hjá Aftenposten en það má gera ráð fyrir því að Veigar verði þar en hann hefur þrívegis verið valinn í lið umferðarinnar hjá þeim fjölmiðli, í 3., 6. og 13. umferð.

Kristján Örn Sigurðsson varnarmaður Brann hefur fjórum sinnum verið valinn í lið umferðarinnar hjá Aftenposten , í 8., 13., 14. og 19. umferð. Indriði Sigurðsson (Lyn), Ólafur Örn Bjarnason (Brann), Garðar Jóhannsson (Fredrikstad), Ármann Smári Björnsson (Brann) og Stefán Gíslason fyrrum leikmaður Lyn hafa allir verið einu sinni í lið umferðarinnar hjá Aftenposten .

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert