Eiður ekki valinn í leikmannahóp Barcelona

Eiður Smári skorar fyrir Barcelona gegn Liverpool á Anfield í …
Eiður Smári skorar fyrir Barcelona gegn Liverpool á Anfield í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð. Reuters

Eiður Smári Guðjohnsen var ekki valinn í 18 manna leikmannahóp Barcelona fyrir leik liðsins gegn franska meistaraliðinu Lyon í Meistaradeildinni en liðin eigast við í Nou Camp í kvöld.

Eiður, sem var á varamannabekknum gegn Osasuna um síðustu helgi, víkur fyrir Argentínumanninum Lionel Messi sem hefur jafnað sig af meiðslum og þá kemur Rafael Márquez í hópinn fyrir Ezquerro.

Táningarnir Bojan Krkic, 17 ára, og Giovani, 18 ára, voru valdir í hópinn en báðir eru þeir framherjar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka