Misskilningur hjá Kára

Kári Árnason.
Kári Árnason. mbl.is/Ómar

„Þetta er einhver misskilningur hjá Kára,“ sagði Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, um þau ummæli Kára Árnasonar knattspyrnumanns hjá AGF, að hann væri óánægður með vinnubrögð KSÍ, sem sagt var frá á mbl.is í gær og forsíðu íþróttablaðsins í dag.

„Við verðum að tilkynna félögum þeirra leikmanna sem við veljum í landsliðið með tíu daga fyrirvara að ákveðinn leikmaður sé í hópnum og við þurfum að fá hann lausan í ákveðið verkefni. Við höfum þann hóp ríflegan vegna þess að áður en liðið er endanlega valið leika menn í það minnsta einn leik og geta því meiðst. Það sem við erum að gera með þessu er að „losa“ leikmenn ef þeir skyldu verða valdir. Þetta þýðir ekki að menn séu komnir í hópinn,“ sagði Þórir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert