Stefán skoraði en fór meiddur af velli

Stefán Gíslason skoraði fyrir Bröndby á 8. mínútu.
Stefán Gíslason skoraði fyrir Bröndby á 8. mínútu. mbl.is/Ómar Óskarsson

Stefán Gíslason, fyrirliði danska knattspyrnuliðsins Bröndby, skoraði gegn Midtjylland í úrvalsdeildinni í dag. Hann þurfti hinsvegar að yfirgefa völlinn snemma í síðari hálfleik vegna meiðsla og þar með er óljóst hvort hann verði með Íslandi gegn Slóvakíu næsta miðvikudag.

Markið gerði Stefán strax á 8. mínútu eftir laglegt þríhyrningaspil en hann komst þannig innfyrir vörn Midtjylland og skoraði af öryggi. Bröndby komst þar með í 2:0 en liðið hafði náð forystunni nokkrum mínútum áður. Þetta er þriðja mark Stefáns í deildinni í vetur en hann var gerður að fyrirliða Bröndby fyrir skömmu.

Stefán fór síðan af velli á 54. mínútu og í beinni lýsingu Ekstra Bladet á leiknum var sagt að það væri mikið áfall fyrir lið Bröndby. Leikurinn á Bröndby Stadion hófst kl. 17.00.

Rúrik Gíslason kom inná sem varamaður á 79. mínútu hjá Viborg sem tapaði, 2:3, fyrir Nordsjælland í úrvalsdeildinni fyrr í dag. Litlu munaði að Rúrik tækist að jafna metin en hann átti hættulegan skalla að marki, en rétt framhjá.

Kári Árnason gat ekki leikið með AGF vegna meiðsla í hné þegar lið hans gerði jafntefli, 0:0, við Randers í dag.

Staðan í Danmörku

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert