Ísland í 19. sæti á FIFA listanum

Íslensku stelpurnar fagna einu af mörgum mörkum sínum á Algarve-mótinu.
Íslensku stelpurnar fagna einu af mörgum mörkum sínum á Algarve-mótinu. mbl.is/Carlos Brito

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er í 19. sæti á nýjum styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, sem gefinn var út í morgun. Ísland hefur hækkað um tvö sæti frá því síðasti listi kom út í desember og er það að þakka góðum árangi liðsins á Algarve-mótinu í Portúgal en Íslendingar unnu alla leiki sína á mótinu gegn Pólverjum, Írum, Portúgölum og Finnum.

Bandaríkin og Þýskaland hafa sætaskipti á listanum. Bandarísku konurnar eru komnar í efsta sæti en heimsmeistarar Þjóðverja eru í öðru sæti.

20 efstu þjóðirnar eru:

1. Bandaríkin 2207

2. Þýskaland 2173

3. Svíþjóð 2084

4. Brasilía 2082

5. Noregur 2042

6. N-Kórea 2023

7. Frakkland 1998

8. Danmörk 199

9. Kanada 1957

10. Japan 1956

11. England 1945

12 Ástralía 1929

13. Ítalía 1914

14. Kína 1893

15. Rússland 1890

16. Finnland 1860

17. Úkraína 1848

18. Holland 1823

19. Ísland 1812

20. Tékkland 1808

Sjá allan FIFA listann

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert