Bikarmeistaralið FH féll úr keppni í Keflavík

Keflvíkingar taka á móti bikarmeisturunum, FH í kvöld.
Keflvíkingar taka á móti bikarmeisturunum, FH í kvöld. mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Bikarmeistarar síðustu tveggja ára, Keflavík og FH, mættust í í miklum slag í 16-liða úrslitum VISA bikarkeppni karla. Keflavík hafði betur, 3:1, en staðan í hálfleik var 2:0. Fylgst verður með gangi mála í textalýsingu á mbl.is.

Guðmundur Steinarsson kom Keflavík yfir á 18. mínútu og Guðjón Árni Antoníusson bætti við marki 6 mínútum síðar. Matthías Vilhjálmsson skoraði fyrir FH þegar skammt var eftir af leiknum en Patrik Ted Redo skoraði þriðja mark Keflavíkur rétt fyrir leikslok.

Jafnframt eru þetta tvö efstu lið Landsbankadeildarinnar. FH er á toppnum með 22 stig en Keflavík í öðru sæti með 19 stig. Þessi lið hafa ekki mæst innbyrðis í deildinni þetta tímabil. Þau leika á þeim vígstöðvum í næstu umferð, á sunnudaginn, aftur á heimavelli Keflvíkinga.

FH vann Fjarðarbyggð í 32-liða úrslitum keppninnar, 2:0. Voru það Jónas Grani Garðarsson og Matthías Guðmundsson sem gerðu mörkin. Keflvíkingar unnu sigur á Stjörnunni, 2:1.  Þar skoraði Magnús Sverrir Þorsteinsson annað mark Keflvíkinga en hitt var sjálfsmark.

Byrjunarlið Keflavíkur: Ómar Jóhannsson - Guðjón Árni Antoníusson, Kenneth Gustafsson, Guðmundur Steinarsson, Símun Samuelsen, Magnús Þorsteinsson, Einar Orri Einarsson, Brynjar Guðmundsson, Patrik Redo, Hallgrímur Jónasson, Hólmar Örn Rúnarsson.

Byrjunarlið FH: Daði Lárusson - Dennis Siim, Tommy Nielsen, Freyr Bjarnason, Jónas Grani Garðarsson, Davíð Þór Viðarsson, Atli Guðnason, Guðmundur Sævarsson, Matthías Guðmundsson, Atli Viðar Björnsson, Hjörtur Logi Valgarðsson.

Keflavík 3:1 FH opna loka
90. mín. Guðni Páll Kristjánsson (FH) á skot sem er varið
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert