Gunnar Heiðar í hópi fimm mestu „floppa“ dönsku úrvalsdeildarinnar

Gunnar Heiðar var í landsliði Íslands sem mætti Aserbaídsjan í …
Gunnar Heiðar var í landsliði Íslands sem mætti Aserbaídsjan í síðustu viku. mbl.is/Ómar

Íslenski landsliðsmaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson hefur að mati danska vefmiðilsins onside.dk ekki staðið sig sem skyldi í fyrstu umferðum dönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Hann er í hópi þeirra fimm leikmanna sem taldir eru hafa valdið mestum vonbrigðum það sem af er keppnistímabilinu.

Það er þó engin ástæða fyrir Gunnar Heiðar að örvænta enda aðeins fimm umferðir búnar. Hann á þó enn eftir að skora í deildaleik fyrir lið sitt Esbjerg en þangað var hann keyptur nú í sumar. Gunnar Heiðar skoraði hins vegar tvö mörk í bikarleik á laugardaginn gegn neðrideildaliðinu Tjæreborg.

Frétt onside.dk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert