Hareide myndi nota Veigar í norska landsliðið

Veigar Páll Gunnarsson er mikið til umfjöllunar í norskum fjölmiðlum …
Veigar Páll Gunnarsson er mikið til umfjöllunar í norskum fjölmiðlum þessa dagana. Reuters

Norðmenn halda áfram að furða sig á því að einn besti knattspyrnumaður landsins, Veigar Páll Gunnarsson, skuli ekki komast í íslenska landsliðið. Í dag sagði sjálfur landsliðsþjálfari Norðmanna, Åge Hardeide, að hann myndi örugglega nýta sér krafta Veigars ef hann væri norskur.

„Auðvitað væri hann í okkar liði og væri búinn að spila slatta af landsleikjum," sagði Hareide við Nettavisen í dag.

Þegar hann var spurður hvort hann vonaðist eftir því að Veigar yrði ekki valinn í íslenska liðið svaraði Hareide: „Ég óska stráknum alls hins besta og þar með því að hann verði með í leiknum. Allir góðir fótboltamenn eiga að fá að spila fyrir hönd þjóðar sinnar. Við tökum bara á móti þeim sem spila gegn okkur," sagði Åge Hareide.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert