Koma Fylkismenn fram hefndum gegn Fjölni?

Úr viðureign Fjölnis og Fylkis í Landsbankadeild karla í sumar.
Úr viðureign Fjölnis og Fylkis í Landsbankadeild karla í sumar. Árni Sæberg

Fjölnir og Fylkir leiða saman hesta sína í undanúrslitum VISA-bikarkeppni karla í knattspyrnu klukkan 16:00 á Laugardalsvelli á morgun. Mun sigurliðið svo leika til úrslita þann 4. október og mæta annaðhvort KR eða Breiðabliki þar, en leikur þeirra liða fer fram á sama velli á mánudagskvöldið. Nú fá Fylkismenn tækifæri til að koma fram hefndum en þeir töpuðu nokkuð óvænt fyrir Fjölnismönnum í undanúrslitum keppninnar í fyrra en þá lék Grafarvogsliðið í 1. deild.

Fylkir hefur tvisvar sinnum komist alla leið í úrslit í keppninni og stóð liðið uppi sem sigurvegari í bæði skiptin. Var þetta árið 2001 og 2002. Fylkisliðinu hefur ekki gengið nógu vel í Íslandsmótinu það sem af er tímabili en þar situr það í 10. sæti og hefur ekki unnið leik í síðari umferð Íslandsmótsins.

Ítarlega er fjallað um undanúrslitaviðureign Fylkis og Fjölnis í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert