Gunnleifur: Langaði hrikalega að komast í landsliðið

Gunnleifur Gunnleifsson markvörður úr HK.
Gunnleifur Gunnleifsson markvörður úr HK. mbl.is/Haraldur Guðjónsson

,,Þetta er mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu og fyrir HK," sagði Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður úr HK, við mbl.is þegar leitað var eftir viðbrögðum hans með val Ólafs Jóhannessonar landsliðsþjálfara en Ólafur ákvað að skipta um markverði og valdi Árna Gaut Arason og Gunnleif Gunnleifsson í hópinn fyrir leikina gegn Hollendingum og Makedónum.

,,Ég leyni því ekki að ég langaði hrikalega að komast í landsliðið. Ég átti alveg eins von á þessu því mér finnst ég hafa staðið mig vel í sumar án þess að vera með einhvern hroka. Ég er með gott hugarfar og er gríðarlega spenntur að fá að taka þátt í þessum verkefni,“ sagði Gunnleifur sem er er fyrsti leikmaður HK sem valinn er í A landsliðið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert