Guðmundur ætlar að enda ferilinn með KR-ingum

Guðmundur Benediktsson.
Guðmundur Benediktsson. mbl.is/Árni Sæberg

Guðmundur Benediktsson mun leika með liði KR í Landsbankadeildinni á næstu leiktíð, en kappinn hefur leikið með Valsmönnum á Hlíðarenda fjórar síðustu leiktíðir undir stjórn Willums Þórs Þórssonar. Í raun má segja að kappinn sé kominn aftur heim, enda var hann hjá Vesturbæjarstórveldinu í 10 ár áður en hann gekk til liðs við erkióvininn.

Samningur Guðmundar rann út um helgina og því ljóst að um snör handtök var að ræða. En hafa eiginkona hans, Valsarinn Kristbjörg Helga Ingadóttir, og tengdafaðir, Valsarinn Ingi Björn Albertsson, samþykkt félagsskiptin?

„Ég hef nú ekki þorað að segja þeim frá þessu ennþá, en ég á von á því að konan styðji mig að minnsta kosti í þessu!“ sagði Guðmundur glettinn að lokum.

Meira er rætt vð Guðmund í Mogganum í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka