Ísland niður um eitt sæti á heimslista FIFA

Ólafur Jóhannesson er landsliðsþjálfari Íslands, sem situr í 83. sæti …
Ólafur Jóhannesson er landsliðsþjálfari Íslands, sem situr í 83. sæti heimslista FIFA. Morgunblaðið/ Árni Sæberg

Íslenska landsliðið í knattspyrnu karla færðist niður um eitt sæti á heimslista FIFA sem birtur var í morgun. Ísland er því í 83. sæti listans, af 207 þjóðum.

Þegar Ísland er borið saman við Evrópuþjóðir einungis, er liðið í 37. sæti listans, af 53 þjóðum, og hækkar þar um eitt sæti. Ísland fer uppfyrir Hvíta-Rússland og Moldavíu en missir Albaníu uppfyrir sig frá því í nóvember.

Landsliðið hefur leikið einn leik síðan listinn var uppfærður síðast, sigurleik gegn Möltu þann 19. nóvember.

Ísland náði hæst 37. sæti listans í september 1994, en lægst í september 2007, 117. sæti.

Listinn verður næst birtur í febrúar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert