Eiður Smári lagði upp eitt mark í sigri Barcelona

Eiður Smári Guðjohnsen fagnar marki á Camp Nou í kvöld.
Eiður Smári Guðjohnsen fagnar marki á Camp Nou í kvöld. Reuters

Eiður Smári Guðjohnsen lagði upp eitt marka Barcelona þegar liðið lagði Mallorca, 3:1, á Camp Nou í kvöld. Thierry Henry, Andres Iniesta og Yaya Toure gerðu mörkin fyrir Börsunga eftir að gestirnir frá sólareyjunni höfðu komist yfir.

Aduriz náði forystunni fyrir Mallorca á 15. mínútu en Thierry Henry jafnaði stundarfjórðungi síðar með góðu skoti sem fór í stöng og inn. Eiður lagði upp mark fyrir varamanninn Andres Iniesta á 75. mínútu og á á lokamínútunum innsiglaði Yaya Toure sigur Börsunga með góðu skoti úr teignum.

Eiður Smári lék allan tímann á miðjunni og átti mjög góðan leik. Minnstu munaði að honum tækist að skora í fyrri hálfleik en þrumufleygur hans rétt utan teigs small í þverslá og þaðan yfir markið. Eiður var virkilega duglegur, spilaði einfalt og var töluvert mikið í boltanum.

Með sigrinum náði Barcelona 13 stiga forskoti á toppi spænsku 1. deildarinnar og fátt sem bendir til annars en að Katalóníuliðið hrifsi titilinn úr höndum Real Madrid.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert