Nýr sjónvarpsréttarsamningur KSÍ og Sportfive undirritaður

Eiður Smári Guðjohnsen í leik með íslenska landsliðinu.
Eiður Smári Guðjohnsen í leik með íslenska landsliðinu. Ómar Óskarsson

Knattspyrnusamband Íslands og Sportfive hafa undirritað samning sem felur í sér að Sportfive hefur einkarétt á sölu á útsendingarrétti og markaðsrétti frá íslenskri knattspyrnu fyrir árin 2012 til og með 2015.  Samningurinn er sá verðmætasti sem aðilar hafa gert sín á milli.

Samningurinn felur í sér eftirfarandi:

-   Útsendingarrétt innan lands og utan á heimalandsleikjum A landsliðs karla og U21 landsliðs karla.

-  Tiltekin markaðsréttindi (vallarskilti) á heimalandsleikjum A landsliðs karla-

  Útsendingarrétt frá leikjum í  Landsbankadeild karla og VISA bikar karla.

-  Markaðsréttindi tengdum Landsbankadeild karla og VISA bikar karla, s. s. heiti mótanna og fl.

Auk þessa mun Sportfive í fyrsta sinn annast sölu á útsendingar – og markaðsrétti á leikjum A landsliðs kvenna og frá mótum KSÍ innanlands hjá meistaraflokki kvenna.  Sportfive greiðir KSÍ ekki fyrir þennan rétt heldur munu verðmæti ráðast af hverri sölu fyrir sig.  

Í byrjun árs 2008 gerðu KSÍ og Sportfive hliðstæðan samning fyrir tímabilið 2010 og 2011.  KSÍ hefur því með þessum samningum falið Sportfive sölu á helstu útsendingar- og markaðsréttindum íslenskrar knattspyrnu á tímabilinu 2010-2015 eða yfir 6 ára tímabil.  Það er áætlað að þessir samningar geti skilað knattspyrnuhreyfingunni allt að tveimur milljörðum króna á tímabilinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka