Þrír þekktir palestínskir knattspyrnumenn fallnir

Rafah leikvangurinn á Gaza svæðinu eftir sprengjuárás Ísraelshers. Þarna verður …
Rafah leikvangurinn á Gaza svæðinu eftir sprengjuárás Ísraelshers. Þarna verður ekki leikin knattspyrna í bráð. mbl.is/Ashraf Matar

Þrír af bestu knattspyrnumönnum Palestínu hafa látið lífið í átökunum sem nú standa yfir á Gaza-svæðinu.

Þetta kemur fram á aipsmedia.com en greinin er skrifuð af Muntaser Dkaidek, blaðamanni í Jerúsalem. 

Leikmennirnir sem um ræðir voru þeir Ayman Alkurd hjá Falasteen Al-Ryadi, Shadi Sbakhe frá Khadamat Alniserat, og Wajeh Moshtahe úr liði Ittihad Alshojaeya.

Alkurd var núverandi landsliðmaður Palestínu, sem situr í 180. sæti heimslista FIFA.

Líkt og flestir vita, hafa miklar sprengjuárásir Ísraelshers orsakað dauða fjölda borgara, en sprengjuregnið hefur meðal annars dunið á Rafah leikvanginum, sem er heimavöllur Ahli Alenserat liðsins, sem er eitt af toppliðum landsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert