„Gott að skora og mörkin hjálpa alltaf“

Eiður Smári fagnar með félögum sínum í Barcelona á Camp …
Eiður Smári fagnar með félögum sínum í Barcelona á Camp Nou. Reuters

„Það er alltaf gott að skora og mörkin hjálpa alltaf en heiðurinn af markinu á Andres Iniesta. Undirbúningur hans var frábær,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen í viðtali við heimasíðu Barcelona en hann tryggði Börsungum 2:1-sigur gegn Atletico Madrid í spænsku bikarkeppninni í fyrrakvöld.

Þetta var fjórða mark Eiðs Smára á tímabilinu en hann hefur komið við sögu í 15 leikjum Börsunga í öllum keppnum á leiktíðinni og af þeim hefur hann verið í byrjunarliði níu sinnum.

„Mér fannst liðið spila vel og af mikilli fagmennsku. Nokkrir leikmenn fengu tækifæri sem hafa ekki spilað mikið og leikurinn var hraður. Ég veit ekki hvort við erum í betra líkamlegu formi núna en á síðustu leiktíð en við erum að keyra upp hraðann í leikjum og mótherjarnir eiga erfitt með að halda í við okkur. Þjálfarinn var búinn að tjá okkur að við fengjum allir að spreyta okkur. Sumir spila meira en aðrir en þegar þú vinnur titla er það vegna þess hve leikmannahópurinn er sterkur,“ sagði Eiður Smári.

Barcelona, sem hefur 12 stiga forskot á Spánarmeistara Real Madrid á toppi deildarinnar, tekur á móti Deportivo La Coruna á Nou Camp annað kvöld.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert