Inter hafði betur í slagnum um Mílanó

Dejan Stankovic fagnar marki sínu fyrir Inter í kvöld.
Dejan Stankovic fagnar marki sínu fyrir Inter í kvöld. Reuters

Inter Mílanó fór með sigur af hólmi gegn erkifjendum sínum í AC Milan, 2:1 í ítölsku A deildinni í knattspyrnu í kvöld. Inter komst í 2:0 með mörkum Adriano og Dejan Stankovic og þar við sat þegar flautað var til hálfleiks. Alexandre Pato náði svo að laga stöðuna fyrir AC Milan með marki sínu á 73. mínútu. Fleiri mörk voru ekki skoruð og Inter því stungið af með 56 stig á toppi deildarinnar.

Næst kemur Juventus með 47 stig og AC Milan er í 3. sæti með 25 stig að loknum 24 umferðum í deildinni.

Emil Hallfreðsson kom inn í liði Reggina á 63. mínútu í markalausu jafntefli liðsins gegn Palermo og er það í fyrsta sinn í háa herrans tíð sem Emil fær eitthvað að spila fyrir lið sitt. Reggina er á botni deildarinnar með 17 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert