Björgólfur Takefusa samdi við KR

Björgólfur í leik gegn HK.
Björgólfur í leik gegn HK. Morgunblaðið/ hag

Knattspyrnumaðurinn knái, Björgólfur Takefusa, hefur samið við KR út næsta keppnistímabil, að sögn Rúnars Kristinssonar, yfirmanns knattspyrnumála félagsins. Þá mun markvörðurinn Stefán Logi Magnússon einnig spila með liðinu á næstu leiktíð, en Lilleström í Noregi hafði áður sýnt honum áhuga.

Björgólfur hóf æfingar með KR fyrir um mánuði síðan, örlítið síðar en aðrir leikmenn. Af þeim sökum var framtíð leikmannsins sögð í óvissu og jafnvel talið að hann ætlaði sér að taka frí frá knattspyrnu um ókominn tíma. En samkvæmt Rúnari Kristinssyni, verður hann í herbúðum KR að minnsta kosti til loka næsta keppnistímabils.

Björgólfur hefur sannað sig sem einn skæðasti markaskorari landsins, gerði 17 mörk í fyrrasumar fyrir KR, og hirti markakóngstitilinn 2003 með Þrótturum.

Stefán Logi á enn tvö ár eftir af sínum samningi, en ekkert varð úr því að hann færi til Lilleström, sem höfðu sýnt leikmanninum áhuga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert