Inter ítalskur meistari

José Mourinho bætir enn einum titlinum í safnið.
José Mourinho bætir enn einum titlinum í safnið. Reuters

Inter Mílanó varð í gærkvöld ítalskur meistari í knattspyrnu fjórða árið í röð þegar nágrannarnir í AC Milan biðu lægri hlut fyrir Udinese, 2:1. þar með hefur José Mourinho stýrt liðum til meistaratitla í fyrstu tilraun í þremur löndum, Portúgal, Englandi og Ítalíu.

Inter er með 78 stig og á enn eftir þrjá leiki en liðið tekur á móti Siena í kvöld. AC Milan er með 71 stig og á nú aðeins tveimur leikjum ólokið. Juventus er í þriðja sæti deildarinnar með 67 stig og tekur á móti Atalanta í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert