Þóra B. í toppformi með Kolbotn

Þóra Helgadóttir
Þóra Helgadóttir mbl.is/Ómar Óskarsson

Þóra B. Helgadóttir landsliðsmarkvörður í knattspyrnu fær mikið lof fyrir frammistöðu sína með Kolbotn í sigrinum á Röa, 3:0, í toppslag norsku úrvalsdeildarinnar um nýliðna helgi. Þóra sýndi frábær tilþrif í markinu en með sigrinum komst Kolbotn upp fyrir Röa í annað sæti deildarinnar.

,,Þóra var öryggið uppmálað í markinu eins og hún hefur verið allt tímabilið,“ sagði þjálfarinn Dan Eggen.

Kolbotn fékk Þóru til liðs við sig í marsmánuði frá Anderlect í Belgíu þar sem landsliðsmarkvörðurinn Christine Colombo Nilsen varð fyrir meiðslum. Það styttist í endurkomu Nilsen og segist Dan Eggen þjálfari liðsins standa frammi fyrir lúxus vandamáli þegar báðir markverðir liðsins verða heilir, en eins og Þóra hefur staðið sig á milli stanganna verður erfitt fyrir Eggen að taka hana úr markinu.

,,Það verður bara gaman þegar hún kemur. Samkeppnin er af hinu góða og gerir mann bara betri leikmann. En haldi ég áfram á sömu braut þá trúi ég því ekki að neinn geti tekið stöðu mína,“ sagði Þóra sposk á svip í viðtali við norska blaðið Oblad.

Í stöðunni 1:0 sýndi Þóra í tvígang meistaralega markvörslu og hún átti stóran þátt í sigrinum á meisturunum sem voru með boltann meira og minna í leiknum en náðu ekki að finna leiðina framhjá Þóru.

gummih@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert