Emil og Stefán klárir en Garðar verður ekki með

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason mbl.is/Golli

„Emil Hallfreðsson æfði með okkur bæði í dag og í gær og er tilbúinn í leikinn líkt og Stefán Gíslason sem æfði í dag. Garðar Jóhannsson verður hins vegar ekki leikfær,“ sagði Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, eftir æfingu í dag.

Landsliðið er í Makedóníu þar sem það leikur við heimamenn í undankeppni HM á morgun. Eftir æfinguna í dag var ljóst að Garðar yrði ekki í leikmannahópnum.

„Það er ansi hreint heitt og mér finnst þetta full stór skammtur af sól svona á einu bretti,“ sagði Ólafur eftir æfinguna sem var á leikvanginum í Skopje. Hann sagði að þegar æfingunni lauk hafi hitastigið verið 36 gráður, en liðið æfði á leiktíma.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert