Brynjar Björn samdi við Reading

Brynjar Björn Gunnarsson
Brynjar Björn Gunnarsson mbl.is/Ómar Óskarsson

Landsliðsmaðurinn Brynjar Björn Gunnarsson hefur komist að samkomulagi við enska 1. deildarliðið Reading um að gera nýjan eins árs samning en samningur Brynjars við félagið átti að renna út síðar í þessum mánuði.

„Við erum búnir að komast að samkomulagi og það á bara eftir að staðfesta samninginn með undirskrift,“ sagði Brynjar Björn í samtali við Morgunblaðið í gær en hann er staddur hér á landi í stuttu fríi.

„Það voru fyrirspurnir og áhugi frá tveimur til þremur liðum en það fór ekkert lengra. Minn vilji var halda áfram hjá Reading og því var ég lítið sem ekkert að líta í kringum mig. Ég er ánægður með að það er komin niðurstaða og að ég held kyrru fyrir. Ég hef ekki nýtt nýja knattspyrnustjórann en það fer gott orð af honum og það verður gaman að sjá hvað hann hefur uppá að bjóða. Maður getur víst alltaf lært eitthvað nýtt,“ sagði Brynjar Björn.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert