Metfjöldi tók á móti Ronaldo

Gríðarlega stemning myndaðist á Barnabau þegar Cristiano Ronaldo gekk inn …
Gríðarlega stemning myndaðist á Barnabau þegar Cristiano Ronaldo gekk inn á leikvanginn í kvöld. Reuters

Um 80.000 manns mættu á heimavöll spænska knattspyrnufélagsins Real Madrid í kvöld til þess að taka móti portúgalska knattspyrnumanninum Ronaldo þegar hann var formlega kynntur sem nýr leikmaður félagsins. Hann var nýverið keyptur frá ensku meisturunum Manchester United.

Fyrr í dag fór hann athugasemdalaust í gegnum læknisskoðun hjá Madrídarliðinu.

Ronaldo var hylltur af mannfjöldanum en margir stuðningsmenn Real Madrid höfðu beðið við hlið vallarins frá því gærkvöldi til þess að tryggja sér aðgang að viðburðinum en aldrei hafa fleiri áhorfendur komið saman til þess að taka á móti knattspyrnumanni hjá nokkru félagi. Mest höfðu áður 75.000 áhorfendur komið saman á heimavelli Napoli á Ítalíu þegar Diego Maradona var kynntur til sögunnar á þeim bæ fyrir 25 árum. 

Í ávarpi til stuðningsmanna Real Madrid sagði Ronaldo m.a. að æskudraumur sinn hafi nú ræst. 

Ronaldo mun leiki í peysu númer 9 eins Alfredo di Steffano gerði á sinni tíð. Di Stefano var viðstaddur móttökuna í kvöld en hann er lifandi goðsögn meðal stuðningsmanna Real Madrid og heiðursforseti félagsins.

Cristiano Ronaldo veifar til nýrra stuðningsmanna í Madríd.
Cristiano Ronaldo veifar til nýrra stuðningsmanna í Madríd. STR
Cristiano Ronaldo ávarpar stuðningsmenn Real Madrid.
Cristiano Ronaldo ávarpar stuðningsmenn Real Madrid. Reuters
Stuðningsmenn Real Madrid eru með allt sitt á hreinu.
Stuðningsmenn Real Madrid eru með allt sitt á hreinu. Reuters
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo. Reuters
Cristiano Ronaldo virðir fyrir sér nokkra af verðlaungripum Real Madrid.
Cristiano Ronaldo virðir fyrir sér nokkra af verðlaungripum Real Madrid. Reuters
Gríðarlegur áhugi var fyrir komu Ronaldo á Bernabau leikvanginn í …
Gríðarlegur áhugi var fyrir komu Ronaldo á Bernabau leikvanginn í kvöld. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert