Fram komið áfram í aðra umferð

Hjálmar Þórarinsson hefur betur í baráttu við leikmann TNS.
Hjálmar Þórarinsson hefur betur í baráttu við leikmann TNS. mbl.is/Golli

Fram lagði velska liðið The New Saints í 1. umferð Evrópudeildar UEFA í knattspyrnu, 2:1, í seinni leik liðanna sem fram fór á Park Hall í enska bænum Oswestry í kvöld og samtals, 4:2, í tveimur leikjum. Fram er þar með komið í aðra umferð keppninnar og mætir þá Simga Olomouc frá Tékklandi. Fyrri leikurinn verður ytra 16. júlí en hinn síðari á Laugardalsvelli viku síðar. 

Fram lenti undir í leiknum í kvöld á 11. mínútu þegar Steve Evans skoraði. Framarar lögðu ekki árar í bát, þvert á móti, og það þá aðeins fimm mínútur að jafna metin. Þar var að verki Almarr Omarsson. Sam Tillen skoraði síðan sigurmarkið á 66. mínútu út vítaspyrnu eftir að brotið hafði verið á Hjálmari Þórarinssyni.

 Fylgst var með gangi mála í textalýsingu hér á mbl.is.

Lið TNS: Paul Harrison, Barry Hogan, Chris Marriott, Tommy Holmes, Steve Evans, Phil Baker, Scott Ruscoe, Alex Darlington, Craig Williams, Craig Jones, Danny Holmes.
Varamenn: Lee Williams, Matthew Berkeley, Jamie Wood, Chris Seargeant, Conall Murtagh, John McKenna, Aeron Edwards.

Lið Fram: Hannes Þór Halldórsson, Daði Guðmundsson, Jón Guðni Fjóluson, Kristján Hauksson, Sam Tillen, Paul McShane, Ingvar Þór Ólason, Halldór Hermann Jónsson, Heiðar Geir Júlíusson, Almarr Ormarsson, Hjálmar Þórarinsson.
Varamenn: Ögmundur Kristinsson, Hlynur Magnússon, Alexander Þórarinsson, Guðmundur Magnússon, Ívar Björnsson, Jón Orri Ólafsson, Joe Tillen.

The New Saints 1:2 Fram opna loka
90. mín. Halldór Hermann Jónsson (Fram) fer af velli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert