Selfoss hélt áfram sigurgöngunni

Sævar Þór Gíslason hefur verið í miklum ham með Selfyssingum …
Sævar Þór Gíslason hefur verið í miklum ham með Selfyssingum í sumar. mbl.is/Guðmundur Karl

Selfoss hélt áfram sigurgöngu sinni í 1. deild karla í knattspyrnu í kvöld og sigraði ÍR, 2:0, á Selfossvelli. Mörkin komu seint í leiknum en þau gerðu Ingólfur Þórarinsson og Hjörtur Hjartarson.

Selfoss er þá með 29 stig á toppnum, sjö stigum meira en Fjarðabyggð sem er í öðru  sæti. ÍR er áfram í 8. sætinu með 16 stig. 

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

20.00 Selfoss - ÍR 2:0

45. Staðan 0:0 í hálfleik eftir tíðindalítinn fyrri hálfleik.
78. Ingólfur Þórarinsson, söngvarinn góðkunni, kom Selfyssingum yfir, 1:0, þegar aðeins 12 mínútur voru eftir.
81. Íþróttafréttamaðurinn Hjörtur Júlíus Hjartarson kom inná sem varamaður og skoraði aðeins þremur mínútum síðar, 2:0.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert